Óvissustigi aflétt

Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna mögulegs óveðurs í kvöld.
Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna mögulegs óveðurs í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa.

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og víða á Reykjanesinu. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Mosfellsheiði og þungfært á Þingvallavegi.

Hálka eða snjóþekja er á Suður- og Suðvesturlandi og töluverður skafrenningur.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og skafrenningur er á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Mikladal, Hálfdán og Klettsháls en þungfært á Kleifarheiði. Ófært er á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum útvegum og hálkublettir á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.

Hálka eða hálkublettir er á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði.

Á Austur- og Suðausturlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja. Snjóþekja og mjög hvasst er við Vík og undir Eyjafjöllum.

Hvassviðri eða stormur er á Suður- og Vesturlandi og talsverð rigning er á láglendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert