Tveir menn ákærðir vegna skattaskulda

Félagið X1050 ehf. var afskráð árið 2016 en hét áður …
Félagið X1050 ehf. var afskráð árið 2016 en hét áður Laundromat Reykjavík ehf. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir menn, á fertugs- og fimmtugsaldri, hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum. Eru þeir meðal annars ákærðir fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattgreiðslum tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf.

Vangreiddur virðisaukaskattur sem innheimtur var í rekstri félagsins Austurstræti 7 ehf. nemur alls 6.982.058 krónum, en félagið var úrskurðað gjaldþrota í júlímánuði árið 2010.

Vangreiddur virðisaukaskattur félagsins X1050 ehf. nemur alls 11.152.798 krónum, en það félag hét áður Laundromat Reykjavík ehf. og hélt utan um rekstur veitingastaðarins Laundromat Cafe í Austurstræti. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2014.

Tvímenningarnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félaganna og fyrir að hafa ekki skilað inn virðisaukaskattskýrslum og skilagreinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert