Gæti komið annar skjálfti af svipaðri stærð

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.571 jarðskjálft­i riðið yfir á þess­um …
Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.571 jarðskjálft­i riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 69 yfir þrír að stærð. Kort/Veðurstofa Íslands

„Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Náttúruvársvið Veðurstofunnar fundaði með almannavörnum klukkan níu í morgun og segir Hildur María fundinn hafa verið notaðan til að fara yfir þá miklu virkni sem verið hefur í nágrenni Grímseyjar, en þar mældist jarðskjálfti upp á 5,2 um rúmlega hálfsex í morgun.

„Við vorum að skoða þau gögn sem við höfum og þau virðast staðfesta að þetta sé virkni vegna flekahreyfinga, ekki vegna eldvirkni.“

Und­an­farna tvo sól­ar­hringa hafa 1.571 jarðskjálft­i riðið yfir á þess­um slóðum, norðaust­ur af Gríms­ey, og af þeim eru 69 yfir þrír að stærð.

Hildur María segir núverandi virkni geta haldið eitthvað áfram, en þó sé líklegra að það dragi úr henni. Við getum þó ekki fullyrt neitt og getum ekki útilokað að það komi annar stór jarðskjálfti eins og í nótt.“

Náttúruvársvið Veðurstofunnar mun fylgjast grannt með framgangi mála og segir Hildur María marga nú vinna við að staðfesta skjálfta og ekki skorti á mæla til að fylgjast með virkninni. „Við erum með GPS-mæla í Grímsey til að mæla afliðun og svo erum við með marga skjálftamæla sem sjá þessa virkni.“

Öll gögnin bendi til þess að um flekahreyfingu sé að ræða og ekkert á mælum bendi til gosóróa. „Ef svo væri, þá myndum við sjá það vel hjá okkur,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert