Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

Víða er byggt en betur má ef duga skal að …
Víða er byggt en betur má ef duga skal að mati Íbúðalánasjóðs. mbl.is/​Hari

Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi.

Þar segir að þörf sé á mun frekari fjölgun og að uppsafnaður skortur sé enn til staðar eftir hæga fjölgun íbúða undanfarin átta ár. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum á landinu öllu þyrfti að fjölga um 17.000 árin 2017-19 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti en sjóðurinn telur afar ólíklegt að það náist miðað við gang mála.

Íbúðauppbygging náði hámarki árið 2007 en þá fóru tæplega 5.000 nýjar íbúðir á markað. Fyrstu árin eftir hrun hófust nær engin ný verkefni og fjölgaði íbúðum því hægt næstu árin. Fjöldinn náði lágmarki árið 2012 þegar um 500 nýjar íbúðir komu á markað, en síðan þá hefur aukinn kraftur færst í nýbyggingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert