Skjálfti upp á 4,6 stig

Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.

Klukkan 05:34 varð skjálfti 4,4 að stærð og klukkan 05:38 varð skjálfti 4,6 að stærð. Skjálftar hafa fundist vel á Akureyri, á Húsavík og í Grímsey.

Um þrjú í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.

Um eitt í nótt varð skjálfti 3,3 að stærð, klukkan 02:24 var skjálfti 3,7 að stærð og klukkan 02:39 var skjálfti 3,5 að stærð við Grímsey. Stóru skjálftarnir voru með stuttu millibili, sá fyrri klukkan 03:02 og sá síðari tveimur mínútum síðar.

Frá hádegi í gær fram til miðnættis mældust átta skjálftar við Grímsey sem voru yfir 3,2 að stærð.

Klukkan 12:14 mældist skjálfti af stærð 3,4, klukkan 18:11 mældist skjálfti af stærð 3,5. Örfáum sekúndum seinna varð skjálfti af stærð 3,3. Klukkan 18:27 varð svo skjálfti af stærð 3,8 og klukkan 19:49 skjálfti af stærð 3,4. 

Klukkan 19:59 var skjálfti 3,2 að stærð. Klukkan  23:29 varð skjálfti 3,4 að stærð og klukkan 23:30 varð skjálfti 3,2 að stærð. Klukkan 23:30:54 varð skjálfti 3,5 og kl. 23:46 varð svo skjálfti 3,2 að stærð. 

Bjarki Friis, náttúruvárfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að síðustu tvo sólarhringa hafi mælst 51 skjálfti yfir 3 stig norðaustur af Grímsey en alls eru skjálftarnir komnir yfir 1.500 á því tímabili. 

Bjarki segir að rólegt hafi verið á skjálftavaktinni í gærdag og aðeins einn skjálfti mælst yfir þrjú stig.

Síðan hafi komið mjög öflug hrina frá tæplega hálfsjö sem var nánast stöðug allt kvöldið. Skjálftarnir voru um 400 talsins á dagvaktinni en um miðnætti voru þeir orðnir um 900 talsins. Eftir miðnætti hafa sennilega mælst yfir 400 skjálftar,“ segir Bjarki. 

Bjarki segir að skjálftarnir sem hafa verið yfir þrjú stig hafi mælst á Akureyri og Húsavík en enginn órói sé sjáanlegur. Mjög þétt er á milli skjálftanna sem eru á afmörkuðu svæðið norðaustur af Grímsey.

 Uppfært klukkan 6:34- frá klukkan sex í morgun hafa mælst sjö skjálftar yfir 3, þar af einn sem var 4,2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert