Vilja þrýsta á ríkisvaldið um vegaúrbætur á Kjalarnesi

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“

Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að tillagan sé hvatning til Alþingis um að sem fyrst verði veitt fé til þess að ráðast í úrbætur á Kjalarnesi í því skyni að draga úr slysahættu því nýlegir atburðir hafa enn einu sinni sannað að umræddur vegarkafli sé hættulegur og nauðsynlegt sé að breikka veginn og aðskilja akreinar á honum. Borgin verði á sama tíma að tryggja skjóta og vandaða meðferð varðandi skipulagsmál tengd úrbótunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert