Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Nýja ferjan er í smíðum í Póllandi og væntanleg hingað …
Nýja ferjan er í smíðum í Póllandi og væntanleg hingað síðsumars.

Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju.

Alls greiddu 159 atkvæði, að því er kemur fram á Eyjar.net.

Fyrr í mánuðinum kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætlaði að hlera sjónarmið heimamanna áður en nafnið yrði ákveðið. 

Herjólfur hlaut um 80% atkvæða í kvöld og nafnið Vilborg um 15% atkvæða.

Aðrar tillögur hlutu mun færri atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert