Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun.

Konan, sem er á fer­tugs­aldri, var ákærð af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir að hafa dregið sér sam­tals 59,2 millj­ón­ir á átta ára tíma­bili sem fram­kvæmda­stjóri einka­hluta­fé­lags í eigu henn­ar og móður sam­býl­is­manns henn­ar.

Sækjandi sagði að brotin væru framin af hreinum ásetningi og ekkert hefði verið greitt til baka. Því legði ákæruvaldið til að hæfileg refsing væri 14 mánaða fangelsisdómur og að ákærðu verði gert að greiða allan sakarkostnað.

Samkvæmt ákæru málsins voru fjár­mun­irn­ir færðir á reikn­inga í  eigu henn­ar og sam­býl­is­manns henn­ar, tekn­ir út í reiðufé og einnig ráðstafað í ým­is­s kon­ar neyslu á ár­un­um sem um ræðir.

Þar segir að fjárdrátturinn hafi numið 1,5 millj­ón­um árið 2007 og rúm­lega 4 millj­ón­um árið 2008. Árið 2009 var hann aðeins 20 þúsund og árið 2010 um 100 þúsund, en fór svo á flug að nýju árið 2011 þegar hann var 7,7 millj­ón­ir. Árið 2012 er svo ákært fyr­ir 13,8 millj­óna fjár­drátt, árið 2013 fyr­ir 17,2 millj­ón­ir og árið 2014 fyr­ir 14,9 millj­ón­ir.

Verjandinn sagði aðstæður konunnar sérstakar

Verjandi konunnar krefst vægustu refsingar sem lög leyfa eða að refsing konunnar verði skilorðsbundin að einhverju eða öllu leyti. 

Hann sagði að konan hefði verið samstarfsfús síðan málið komi upp og játað frá upphafi. Hún hefði ekki gerst brotleg áður og ekki aftur eftir að þetta mál kom upp. 

Verjandinn lagði fram læknisvottorð en konan er ólétt af sínu fjórða barni. Hann sagði að konan hefði verið heilsuveil síðasta árið og væri á leið í veikindaleyfi 1. mars. 

Hann sagði að sérstækar aðstæður ættu að verða henni til refsilækkunar en hún er fyrirvinna á heimili með þrjú börn og það fjórða á leiðinni í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert