Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins eru á leið til Cincinnati í …
Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins eru á leið til Cincinnati í Ohio. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air.

Vinn­ings­haf­arn­ir eru þeir Ragnar Sigurðsson, Hafliði Gíslason, Þorsteinn Hallgrímsson, Magnús Ríkharðsson og Elías Gíslason.

Morg­un­blaðið og mbl.is ósk­a þeim til ham­ingju. Á næstu vik­um eiga fleiri áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins mögu­leika á að vinna ferð til áfangastaðar WOW air í áskriftar­leikn­um.

Næsta fimmtu­dag verða fimm heppn­ir áskrif­end­ur dregn­ir út sem fara til St. Louis í Banda­ríkj­un­um. Alls verða 104 flug­miðar gefn­ir í áskriftar­leikn­um sem verða dregn­ir út á tíu vik­um.

Búið er að draga út flug til San Francisco, Stokk­hólms, Barcelona, Tel Aviv, Cleve­land, Detroit og nú Cincinnati. Enn á eft­ir að draga út flug til St. Lou­is, Dublin og Dallas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert