Heilsurækt á gönguskíðum

Magnús Konráðsson við skála Gönguskíðafélagsins Ullar í Bláfjöllum.
Magnús Konráðsson við skála Gönguskíðafélagsins Ullar í Bláfjöllum.

Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust.

Magnús kynntist gönguskíðum á unga aldri. „Ég er fæddur og uppalinn á Grímslæk í Ölfusinu og það kom fyrir að það vantaði kindur á haustin. Þá fórum við á gönguskíðum að leita þeirra.“ Hann minnist þess að hafa gengið yfir holt og hæðir á skíðum og stundum hafi skyggnið verið minna en ekki neitt en samt hafi aldrei verið hætta á ferðum. „Það var alltaf maður með mér og við fórum varlega,“ segir hann. „Svo fór ég gjarnan á skíðunum í kringum bæinn mér til skemmtunar þegar veður var gott og gott snjólag.“

Um tvítugt flutti Magnús í Hafnarfjörð, kvæntist, ól upp fjögur börn og vann ýmsa vinnu, fyrst til sjós, síðan í byggingarvinnu, svo hjá trésmíðaverkstæði og loks ók hann fóðurflutningabíl hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur í um tvo áratugi. „Ég lenti stundum í ófærð á Suðurlandi en rokið við Hafnarfjallið var verra. Þá þurfti ég oft að bíða af mér veðrið í Borgarnesi. Svo kom fyrir að ég var innlyksa í Dölunum. Ég vonaði gjarnan að veðrið yrði gott um næstu helgi svo hægt væri að fara á skíði en sú von brást ansi oft. Og það hefur ekkert breyst. Maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður.“

Sjá viðtal við Magnús í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert