Nýr morgunþáttur á K100

Logi Bergmann Eiðsson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason …
Logi Bergmann Eiðsson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason verða umsjónarmenn þáttarins. Ljósmynd/Gassi

Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00.

Umsjónarmenn þáttarins eru þau Logi Bergmann Eiðsson, Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason.

Logi Bergmann segist spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni en að hann kvíði því nokkuð að þurfa að vakna svo snemma á morgnana.

„Ég hef ekki vaknað svona snemma á morgnana nema til þess að fara í flug,“ segir hann og bætir léttur við að það muni taka hann tíma að ná upp starfsþreki. „Það er svo langt síðan maður mætti til vinnu síðast.“ Hann segir að lagt sé upp með kraftmikinn og lifandi þátt þar sem málefni líðandi stundar verði tekin fyrir.

„En útgangspunkturinn er auðvitað alltaf sá að maður verður að vera léttur.“ Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, horfa á hann í sjónvarpi Símans á rás 9 og á vefsíðunni k100.is, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert