Sigurður myndlistarmaður ársins

Sigurður og Auður Lóa í Listasafni Íslands í kvöld.
Sigurður og Auður Lóa í Listasafni Íslands í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur.

Hann hlaut verðlaunin fyrir sýninguna Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Aðrir tilnefndir voru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson og Hulda Vilhjálmsdóttir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir.

Í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018 sátu: Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður dómnefndar (Myndlistarráð) Sigrún Hrólfsdóttir (Listaháskóli Íslands) Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna) Magnús Gestsson (Listfræðafélag Íslands) og Margrét Elísabet Ólafsdóttir (fulltrúi safnstjóra íslenskra safna).

Siguður og Auður Lóa.
Siguður og Auður Lóa. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert