Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

Innbrotsþjófur á ferð.
Innbrotsþjófur á ferð.

Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar.

Vísbendingar eru um að innbrotum sé að fjölga á ný. Frá áramótum hefur lögreglan fengið 145 tilkynningar en fyrstu tvo mánuði síðasta árs voru innbrotin 143 en hafa ber í huga að enn eru nokkrir dagar eftir af febrúar. Þannig hafa 20 innbrot verið tilkynnt í Grafarvogi frá áramótum, voru 58 allt árið í fyrra. Svipaðar tölur ná yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Hlíðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri hjá lögreglunni, þróunina síðustu ár vissulega áhugaverða. Hún sýni fyrst og fremst að tíðni innbrota fylgi jafnan efnahagsástandinu hverju sinni og eftirspurn eftir varningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert