Bílaþorp rís við flugvöllinn

Mikið er af bílum er að jafnaði á stæðum við …
Mikið er af bílum er að jafnaði á stæðum við flugstöðina í Keflavík. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir hugmyndina þá að bílaleigur sameinist um að ferja viðskiptavini milli flugvallarins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækin veita.

Eggert Þór segir aðspurður farið að þrengja að bílaleigum við Keflavíkurflugvöll og í Reykjavík. „Það er verið að ýta bílaleigum út úr bílaborginni Reykjavík. Það er ekki ólíklegt að höfuðstöðvar bílaleiga muni færast nær flugvellinum,“ segir Eggert Þór um stöðuna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert