Fólk hugi að niðurföllum og lausum munum

Niðurföll geta stíflast og því gott að huga að þeim.
Niðurföll geta stíflast og því gott að huga að þeim. mbl.is/Eggert

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt en spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fólk hugi að niðurföllum og lausum munum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurhorfur fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhringinn eru annars svohljóðandi:

Vaxandi suðaustanátt, 18-23 m/s og slydda, en síðar talsverð rigning síðdegis. Hiti 3 til 8 stig. Dregur úr vindi og úrkomu eftir miðnætti, sunnan 10-15 á morgun, og skúrir síðar él og kólnar smám saman.

Um leið og hvessir má reikna með snjókomu og skafrenningi á fjallavegum. Suðvestanlands á milli kl. 12 og 15, en síðan hlánar upp í 600-900 m hæð. Hviður allt að 40-45 m/s undir Eyjafjöllum frá 13 til 16. Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, einkum frá 17 og fram yfir miðnætti. Þá verða hviður á Reykjanesbraut 35 m/samfara ausandi rigningu einkum á milli kl. 17 og 21.   

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, að búast megi við að færð geti spillst á milli kl. 12 og 15 á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði þar til hlýnar.

Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvergum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld.

Færð og aðstæður

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði og á Lyngdalsheiði. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Skaftafelli en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða krapi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert