Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Rammasamningum Sjúkratrygginga Íslands verður ekki sagt upp strax að beiðni …
Rammasamningum Sjúkratrygginga Íslands verður ekki sagt upp strax að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heillbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Sjúkratrygginga. 

Í gær var greint frá því að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hefðu til­kynnt sér­greina­lækn­um og sjúkraþjálf­ur­um að þeir mættu eiga von á því að samningum yrði sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert