Skoðaði samskipti Sanitu fyrr um kvöldið

Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins í desember.
Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins í desember. mbl.is/​Hari

Khaled Cario, sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í september á síðasta ári skoðaði tölvu hennar kvöldið umrædda áður en Sanita kom heim. Þar hafi hann séð að Sanita átti í samskiptum við aðra karlmenn og segist hann hafa tryllst. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Khaled og Vísir segir frá í frétt sinni.

Úrskurðurinn var ekki birtur á vef dómstóla á sínum tíma og neitað að afhenda hann vegna rannsóknarhagsmuna. Khaled neitaði sök við þingfestingu málsins í desember. Samkvæmt úrskurðinum sem Vísir hefur undir höndunum játar Khaled að hafa lamið hana með glerflösku og slökkvitæki en neitar að árásin hafi leitt til dauða hennar.

Þá segir að vitni hafi komið að honum og séð hann slá Sanitu ítrekað í höfuðið með þungu straujárni og hótað vitninu lífláti færi hann ekki af vettvangi.

Verjandi mannsins óskaði eftir að kvaddir yrðu til tveir yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaled, en stefnt var að því að ljúka matinu um síðustu mánaðarmót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert