Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

Frá Frostaskjólinu í morgun.
Frá Frostaskjólinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbæ Reykjavíkur.

Frá Frostaskjólinu í morgun.
Frá Frostaskjólinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í fyrra útkallinu í Frostaskjólið var slökkviliðið að störfum í á þriðju klukkustund eftir að hafa verið kallað á staðinn um klukkan sex í morgun. Að því loknu fór slökkviliðið yfir í hitt raðhúsið.

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn slökkviliðsins er talið að brunndæla hafi ekki haft undan í vatnsveðrinu í nótt í öðru raðhúsanna en í hinu var brunndælan biluð.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Slökkviliðsmenn að störfum í Frostaskjóli.
Slökkviliðsmenn að störfum í Frostaskjóli. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert