Búist við snörpum vindhviðum

Vindaspáin klukkan 16 í dag.
Vindaspáin klukkan 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram, að það gangi í suðaustan 15-23 m/s vestan til á landinu í dag. Hvassast verði á Snæfellsnesi, en hægara eystra.

Rigning sunnan- og vestanlands og sums staðar slydda, en úrkomuminna með kvöldinu. Lengst af bjartviðri fyrir norðan og austan. Heldur hægari suðaustanátt á morgun og lítils háttar væta sunnan- og vestanlands, en annars þurrt. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert