Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

mbl.is/Ófeigur

Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins sakaði engan en hlutir voru fluttir út úr geymslunni og stigagangurinn reykræstur enda töluverð reykjarlykt í húsinu.

Tilkynning um eldinn barst um klukkan 13:35 og lauk slökkviliðið störfum um klukkan 14:30.

Eldsupptök eru ókunn er verið er að skoða hvort dýnan hafi verið nálægt ljósi í geymslunni með þeim afleiðingum að hún hafi hitnað með fyrrgreindum afleiðinum. Lögreglan rannsakar málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert