„Þetta kalla ég bara verðlaun fyrir vonda hegðun“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forstjóra Barnaverndarstofu verðlaunaðann fyrir …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forstjóra Barnaverndarstofu verðlaunaðann fyrir vonda hegðun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands.

Hún var gestur í Silfrinu á Rúv í dag. Þar hún sagði sömu reglur ekki gilda um æðstu valdhafa og almenning. „Við sjáum það bara endurtekið að ef einhver brot eiga sér stað, það eru engar afleiðinga fyrir æðstu lög samfélagsins og það gildir ekki um hina,“ sagði Þórhildur Sunna.

„Verðlaun fyrir vonda hegðun“

Hún nefndi mál Braga í þessu samhengi. „Hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti og um mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann.“

Á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag var greint frá því að samþykkt að sækj­ast eft­ir sæti fyr­ir Íslands hönd í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna og verður Bragi í kjöri til nefnd­ar­inn­ar. „Þetta kalla ég bara verðlaun fyrir vonda hegðun,“ segir Þórhildur Sunna.

Hún segir Ísland ætla nú að leggja peninga í það að koma Braga í barnaréttarnefnd SÞ þar sem farið verði í kosningabaráttu fyrir hans hönd. „Og á sama tíma, losa hann út úr þessu vandamáli.“

Bragi Guðbrands­son for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.
Bragi Guðbrands­son for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.

Almenningur látinn sæta ströngum reglum

Á meðan sé almenningur látinn sæta mjög ströngum reglum. „Skattarannsóknir á þeirra högum. Bótaþegar, hvernig komið er fram við þá þegar minnsti grunur um að þau séu að svíkja út opinbert fé. Hvernig við tölum um þau og þann hóp í samfélaginu.“

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra sagði í viðtali við Rúv árs­leyfi Braga ekki tengjast­ kvört­un­um frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sagði Braga hafa sjálfan sóst eftir tilfærslu en einnig sagði hann tilfærsla hans á þessum tímapunkti tengjast mikilli áherslu sinni á fá hann til starfa fyrir ráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert