Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.

Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári.

Guðjón fæddist á Ísafirði þann 5. júlí 1944. Foreldrar hans voru Kristján Sigmundur Guðjónsson smiður og Jóhanna Jakobsdóttir húsmóðir. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1966 og starfaði sem skipstjóri frá 1967 til 1997.

Þá gegndi hann ýmsum félags- og stjórnunarstörfum, m.a. sem formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar frá 1975 til 1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands frá 1983 til 1999.

Guðjón var alþingismaður Vestfirðinga frá 1999 til 2003 og alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá 2003 til 2009 fyrir Frjálslynda flokkinn. Þá var hann formaður þingflokks Frjálslynda flokksins frá 1999 til 2004.

Guðjón lætur eftir sig eiginkonuna Maríönnu Barböru Kristjánsson og sjö uppkomin börn, þau Guðrúnu Ástu, Ingibjörgu Guðrúnu, Kristján Andra, Kolbein Má, Arnar Berg, Margréti Maríu og Júrek Brján.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert