Handverksbjór og hamborgarar

Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Þór Hróbjartsson leggja …
Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Þór Hróbjartsson leggja nú lokahönd á undirbúning Smiðjunnar brugghúss. Stefnt er að opnun veitingastaðarins fyrir páska og brugghússins mánuði síðar. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni.

Mikill straumur ferðamanna fer um Vík og er staðurinn fyrir löngu hættur að anna eftirspurn um veitingasölu og gistingu. Það má því víst telja að Smiðjan brugghús komi sem ferskur andvari inn í vorið þarna um slóðir.

„Það hefur verið mikil fjölgun á amerískum ferðamönnum hér. Við höfum heyrt frá starfsfólki í Vínbúðinni að þeir eru að spyrja eftir bæði handverksbjór og lókal bjór. Við heyrum það reyndar víða að það sé eftirspurn eftir lókal bjór,“ segir Sveinn.

Sjá samtal við Svein í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert