Mikil vinna að svara fyrirspurnum

Fjöldi fyrirspurna liggur fyrir.
Fjöldi fyrirspurna liggur fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrir-spurnum frá alþingismönnum.

„Það mætti gróflega ætla að algengt geti verið að það taki 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við fyrirspurn og í augnablikinu er staðan þannig að verið er að vinna svör við 26 fyrirspurnum,“ segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Alls hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir til ráðherra á yfirstandandi þingi og er þeim flestum ósvarað. Á þremur síðustu þingum hafa verið lagðar fram 749 fyrirspurnir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert