Skór sem koma fólki í spariskap

Hugrún Dögg og Sigríður í Hönnunarsafni Íslands þar sem getur …
Hugrún Dögg og Sigríður í Hönnunarsafni Íslands þar sem getur að líta 800 pör af Kron by Kron-skóm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríði Sigurjónsdóttur, forstöðumanni Hönnunarsafns Íslands, reiknast til að hönnuðirnir Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafi hannað sem svarar einu skópari á þriggja daga fresti síðastliðinn tíu ár.

Afraksturinn er 1.200 handunnin pör, sem þau hafa látið framleiða fyrir sig undir merkjum Kron by Kronkron á Spáni og Portúgal allar götur frá árinu 2008. Ætla mætti að þau gerðu fátt annað en að hanna skó, en svo er ei því þau hanna einnig samnefnda fatalínu og reka auk þess tvær verslanir í miðborginni, Kronkron og skóbúðina Kron, sem er sú eina á landinu sem selur skóna þeirra.

Skórnir eru að öllu leyti handgerðir og þau kappkosta að vera í nánu samstarfi við um fjörutíu reynda spænska og portúgalska handverksmenn, sem koma að skóvinnunni með einum eða öðrum hætti. Hugrún Dögg og Magni vilja hafa alla þræði í hendi sér, þau fylgjast með framleiðsluferlinu frá upphafi til enda og eru á sífelldum þeytingi milli landa, bæði þar sem skórnir eru unnir, sýndir á sýningum og seldir.

Sjá samtal við Sigríði og Hungrúnu Dögg í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert