Áfram milt veður næstu daga

Hitinn helst fyrir ofan frostmark í byrjun vikunnar en það …
Hitinn helst fyrir ofan frostmark í byrjun vikunnar en það kólnar á föstudag. mbl.is/​Hari

Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. 

„Þetta er bara á meðan það ligg­ur í þess­um mildu suðlægu átt­um. Það verður svipað fyrri part vik­unn­ar en það er ekki víst að þetta ró­lega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenju­legt,“ sagði Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is fyrr í dag. 

Frétt mbl.is: Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

Næsta sólarhringinn verður suðlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu og lítils háttar væta sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið á morgun. Víða verður léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig að deginum.

Veðurhorfur næstu daga: 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt, víða 8-13 m/s. Rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig að deginum. 

Á fimmtudag:
Sunnan 8-13, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða slydda, en bjart með köflum NA-lands. Hiti 1 til 7 stig. 

Á föstudag:
Norðan 10-15 og snjókoma NV-til, annars hægari og úrkomulítið. Vægt frost, en hiti 0 til 5 stig S-lands og við A-ströndina. 

Á laugardag:
Norðaustanátt með snjókomu og vægu frosti, en úrkomulítið og hiti 0 til 5 stig á S- og SV-landi. 

Á sunnudag:
Norðaustanátt og kalt í veðri. Él N- og A-lands, en léttskýjað á SV-landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert