Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

Frá Skarðsdal á Siglufirði. Mynd úr safni.
Frá Skarðsdal á Siglufirði. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar.

Í Skarðsdal er áttin suðsuðvestan, 3-7m/sek., hiti um 6 stig og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og og eru 10 skíðaleiðir klárar, sem og 3 km hringur á Hólsgöngubraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert