Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

Ekki verður gras á öllum þökum á Hlíðarenda
Ekki verður gras á öllum þökum á Hlíðarenda Teikning/Hlíðarendabyggð

Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt.

Í skilmálum skipulags fyrir Hlíðarendasvæðið sem samþykktir voru á árinu 2015 er gert að skilyrði að öll þök verði lögð grasi, nema þök fimm hæða íbúðarhúsa og íþróttamannvirkja.

Kristján Ásgeirsson, arkitekt hjá Alark arkitektum ehf., segir að upphaflega hafi ekki verið gert ráð fyrir grasþökum á húsum á stærstu atvinnulóðunum en það hafi þó orðið niðurstaðan. Nú hafi komið fram óskir um að slaka aftur á þessum skilmálum fyrir atvinnulóðirnar. Ekki sé talið gott að vera með gras á öllum þessum húsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert