Geri úttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild, og þar með talið stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón hefur sent á fjölmiðla og þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd þingsins. 

Hann segir að Alþingi geti með ósk um stjórnsýsluúttekt fengið Ríkisendurskoðun, sem sé eftirlitsstofnun Alþingis, til að meta hve vel stjórnvöld sinni upplýsingaskyldu sinni við Alþingi og hve vel þau fara með almannafé við að sinna þeirri skyldu í lýðræðisríki.

„Legg til að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild og þ.m.t. stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur.

Þingmenn sem sæti eiga í forsætisnefnd geta sameiginlega óskað eftir stjórnsýsluúttektinni eða forsætisnefnd gæti vísað því til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að skoða að kalla eftir henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert