Stálu gaskútum í Breiðholti

mbl.is/Hjörtur

Skömmu fyrir miðnætti og til um fjögur í nótt bárust lögreglunni tilkynningar um tvo menn sem væru að stela gaskútum í Breiðholti. Mennirnir voru handteknir og eru nú í fangageymslu þar til þeir verða yfirheyrðir vegna málsins.

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um innbrot í Glæsibæ. Þar var rúða brotin og áfengi og fleiru m.a. stolið.

Um hálfþrjú í nótt stöðvaði lögreglan svo bifreið á Háaleitisbraut. Ökumaðurinn reyndist 17 ára stúlka sem grunuð er um akstur undir áhrifum fíkniefna, og akstur án réttinda. Bifreiðin reyndist að auki vera ótryggð og var skráningarnúmer því klippt af. 

Málið var afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til barnaverndar, samkvæmt því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert