Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum.

Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrr í þessum mánuði.

Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn en í honum kemur fram að hafnað er kröfu verjanda stuðningsfulltrúans þess efnis að lögreglunni væri óheimilt að afhenda dómkvöddum matsmanni allar kæruskýrslur brotaþola ásamt öllum lögregluskýrslum sem hafa verið teknar af stuðningsfulltrúanum. 

„Samkvæmt kröfunni var þess óskað að dómkvaddur yrði sálfræðingur til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi sóknaraðila. Var úrlausnarefni matsmanns að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir matsandlagsins í ljósi rannsóknar lögreglu á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum,“ sagði í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert