Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða fórnarlambi sínu 1,5 milljónir króna í skaðabætur. 

Hann hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Þau brot voru framin áður en hann varð 18 ára.

Maðurinn var í þetta sinn dæmdur fyrir að hafa í febrúar 2016 á heimili sínu nauðgað konu. Hann neitaði sök. Hann sagðist hafa haft samræði við konuna á heimili sínu með hennar samþykki. Konan lýsti því hins vegar að ákærði hefði þvingað sig til samræðis þrátt fyrir að hún hefði ítrekað neitað og sagt honum að hætta.

„Með hliðsjón af framangreindu er sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi beitt ólögmætri nauðung og haft samræði við brotaþola gegn vilja hennar með þeim hætti sem nánar er lýst í ákæru, að því undanskildu að hann dró hana ekki fram úr rúmi sem hún lá í,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms en dómurinn var birtur í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert