Ákvað ungur að sinna öryggismálum

Víðir gekk 16 ára í björgunarsveit og hefur alla tíð …
Víðir gekk 16 ára í björgunarsveit og hefur alla tíð síðan helgað starfskrafta sína öryggis- og almannavarnamálum. Ljósmynd/Landsbjörg

Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að björgunar- og almannavarnastörf séu honum í blóð borin og lítið annað komið til greina eftir að hann 6 ára gamall upplifði eldgosið á Heimaey og uppbygginguna í kjölfarið.

Í dag er Víðir í sex mánaða leyfi til þess að sinna öryggismálum hjá KSÍ vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi í júní.

„Áhugi minn á björgunarstörfum og síðar almannavörnum er allt frá því að ég upplifði eldgosið 1973 sem peyi í Vestmannaeyjum,“ segir Víðir. „Ég upplifði gosið og fylgdist með uppbyggingunni en pabbi var í almannavarnarnefnd í Eyjum og sá um stjórnun aðgerða við björgun úr húsum,“ segir Víðir og bætir við að gosið sé greypt í huga sinn sem og annarra Eyjamanna sem noti tímatalið fyrir og eftir gos.
Sjá viðtal við Víði í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert