Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

Alþjóðlegur dagur hamingju er í dag.
Alþjóðlegur dagur hamingju er í dag. Ljósmynd/Aðsend

Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings undir heitinu „Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðunum“, en málþingið hefst klukkan 12:30 í hátíðarsal Háskóla Íslands.

„Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ. Dóra mun vera einn fjölmargra flutningsmanna erinda á málþinginu, en hún mun fjalla um niðurstöður nýrrar rannsóknar um hamingju og vellíðan í íslenskum sveitarfélögum.

Hamingja, heilsa og vellíðan eru mikilvægir þættir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030 og eru öll aðildarríkin beðin um að leggja áherslu á þessa þætti einmitt á alþjóðlega hamingjudeginum.

Aðstandendur málþingsins eru Forsætisráðuneytið, Embætti landlæknis, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun Háskóla Íslands.Þá mun Eliza Reid forsetafrú ávarpa fundinn við setningu, en hún er verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert