Dagmóðir dæmd fyrir líkamsárás

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn tæplega tveggja ára stúlkubarni sem var í hennar umsjá haustið 2016. Þá var henni gert að greiða hálfa milljón króna í miskabætur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.

Konan neitaði sök og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi sannað að hún hefði gerst sek um brot gegn gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gagnvart barni.

Konan hætti störfum sem dagforeldri í apríl á síðasta ári, um sex mánuðum eftir að atvikið átti sér stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert