Mótmæla 8 hæða nýbyggingu

Hið umdeilda hús á að rísa á eins hektara lóð …
Hið umdeilda hús á að rísa á eins hektara lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs. Nágrannarnir eru óhressir með áformin og mótmæla þeim. Mynd/VA arkitektar

Borgarstjórn tekur í dag til lokaafgreiðslu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að átta hæða hús verði reist á óbyggðri lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs.

Íbúar í nálægum húsum eru afar óhressir með þessi áform og hafa mótmælt þeim hástöfum. Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem fasteignaeigendur í borginni telja að þétting byggðar rýri gæði eigna þeirra og verðmæti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Borgarfulltrúar meirihlutans, þ.e. Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, hafa samþykkt tillöguna í umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru henni mótfallnir og vilja skoða betur hvernig nýta má lóðina. Vegna andstöðu þeirra fer deiliskipulagið til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert