Nemendur stjórna mætingu í skólann

Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja geta ekki mætt með vottorð vegna gamalla …
Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja geta ekki mætt með vottorð vegna gamalla fjarvista. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ráða sjálfir hversu mikið þeir mæta í skólann upp að vissu marki. Ef fjarvistir fara yfir það er litið svo á að nemandi hafi sagt sig úr náminu. Þetta segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Nemendur geta verið frá skóla í allt að þrjár vikur á önn án þess að vera vísað úr áfanga. Í próflausum áföngum eru stífari mætingareglur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ákvörðun um breytta mætingarskyldu kom til vegna misnotkunar nemenda á læknisvottorðum en dæmi eru um það að nemendur hafi skilað læknisvottorðum þá daga sem þeir voru á ferðalagi erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert