Þrenn skil með rigningu

Veðurspá klukkan 14 í dag, þriðjudag.
Veðurspá klukkan 14 í dag, þriðjudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag og á morgun ganga yfir landið þrenn skil með rigningu en mun úrkomuminna verður á milli.

Lengst af verður þurrt norðaustan- og austanlands samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands.

Þessum skilum fylgja suðlægar áttir en samt ekki hvassar og lægir ágætlega á milli. Þokkalega milt veður verður fram eftir vikunni þótt spár geri ráð fyrir að frysti inn til landsins að næturlagi.

Undir helgi gera flestar spár ráð fyrir að frysti víðast hvar með ofankomu fyrir norðan en skúrum eða éljum syðra.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert