Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár fyrir kosningar í vor

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, eða fimm nefndarmenn af níu, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, leggja til að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16 verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi.

Kjörgengi verði þó áfram takmarkað við 18 ára aldur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Verði lækkun kosningaaldurs lögfest telur meirihlutinn að ekkert sé því til fyrirstöðu að unnt sé að hrinda breytingunni í framkvæmd tímanlega fyrir sumarið svo 16 og 17 ára einstaklingar geti neytt kosningaréttar síns í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert