Dælt upp úr norskum dráttarbáti

Slökkviliðsmenn dæla upp úr bátnum.
Slökkviliðsmenn dæla upp úr bátnum. mbl.is/Eggert

Leki kom að norskum dráttarbáti við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn upp úr klukkan hálftvö.

Að sögn slökkviliðsins var báturinn ekki bundinn við bryggju þegar hann tók að leka og voru menn þá um borð í honum. Fleiri menn voru til aðstoðar ef eitthvað kæmi upp á, áður en hann kom að bryggjunni. 

Allt gekk vel og búið er að binda bátinn við bryggju. Verið að dæla upp úr honum.

Engin hætta mun vera á ferðinni, að sögn slökkviliðsins. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang, auk þess sem bíll með aukadælubúnað er á leiðinni.

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi. mbl.is/Eggert
Slökkviliðið dælir upp úr bátnum í Faxagarði.
Slökkviliðið dælir upp úr bátnum í Faxagarði. mbl.is/Eggert
Frá aðgerðum slökkviliðsins við Reykjavíkurhöfn.
Frá aðgerðum slökkviliðsins við Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd/Hlynur Skúli Skúlason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert