Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

GöngugarparFrá vinstri: Hilmir Þorvarðarson, Guðjón Bergsson, Friðrik Jónsson, Haukur Sigurðsson …
GöngugarparFrá vinstri: Hilmir Þorvarðarson, Guðjón Bergsson, Friðrik Jónsson, Haukur Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson bera sig vel eftir göngu á æfingasvæði Breiðabliks, jafnt úti sem inni. mbl.is/​Hari

Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga.

Bjartmar kemur upp í hugann og sérstaklega laglínan „og pabbi yngist upp um átján ár, á nóinu,“ í laginu Týnda kynslóðin, því hressleikinn er svo sannarlega í fyrirrúmi, þó að skírskotunin hjá söngvaranum hafi verið önnur. Yfirskriftin „Fífuganga til heilsubótar“ stendur vel undir nafni.

Hjónin Sigurborg Þórarinsdóttir og Þorbergur Þórhallsson eru á fleygiferð í salnum, þegar Morgunblaðsmenn ber að garði. Þau segjast vera í endurhæfingu og hreyfingin geri þeim gott. „Ég byrjaði að ganga hérna eftir aðgerð á mjöðm fyrir sex árum og hef notað aðstöðuna síðan með góðum árangri,“ segir Þorbergur. Sigurborg tekur í sama streng. Hún er nýbyrjuð að ganga sér til heilsubótar en er auk þess í skipulagðri þjálfun eftir aðgerð á hné. „Ég gat ekki gengið svona fyrir einu og hálfu ári,“ segir hún kát og þar með eru þau rokin af stað á ný.

Sjá umfjöllun um göngufólk í Fífunni í heild á  baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert