Veltan eykst talsvert minna

Veltuaukning í byggingarstarfsemi dregst saman.
Veltuaukning í byggingarstarfsemi dregst saman. mbl.is/​Hari

Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að verulega hægði á veltuaukningu í byggingarstarfsemi hér á landi í fyrra samanborið við árið 2016. Aukningin í fyrra var 14,8% en árið þar á undan 36,1%.

Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr vexti ferðaþjónustunnar. Vöxtur á sviði rekstrar gististaða og veitingahúsa var 9,5% á nýliðnu ári, sem er mun minna en á milli áranna 2015 og 2015 þegar hann var 26,9%.

Bílaleiga heldur hins vegar áfram að aukast og nam veltuaukning í greininni 51 milljarði í fyrra. Það er 12,5% aukning miðað við 45 milljarða aukningu árið á undan. Velta í sjávarútvegi dregst áfram saman milli ára og heldur sú þróun áfram frá fyrra ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert