Eyþór svarar Degi um Keldnaholt

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni.

Eyþór kynnti hugmyndir framboðsins á íbúafundi í Grafarvogi í gær og sagðist hann vilja færa stofnanir og atvinnutækifæri í Keldur með uppbyggingu þar. Dagur svaraði þessum hugmyndum Eyþórs í morgun í færslu á Facebook og sagði hugmyndirnar galnar og óraunsæjar nema með uppbyggingu borgarlínu sem Eyþór hefði verið mótfallinn.

Segir Eyþór að bæði sé hagkvæmara að byggja í landi Keldna en á þéttingarreitum sem núverandi meirihluti hafi lagt áherslu á. Þá segir hann að uppbygging í landi Keldna muni efla Grafarvoginn. Þá segir hann ekki rétt að borgarlína sé nauðsynleg uppbyggingu þar. „Öfugt við það sem Dagur heldur fram mun þetta létta á umferð þar sem fólk getur þá sótt vinnu í austurhluta Reykjavíkur í stað þess að allir séu fastir í Ártúnsbrekkunni eins og nú er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert