„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé til að mynda mun minni.

mbl.is kom við í kínverska sendiráðinu og rabbaði við Jin Zhijian, á íslensku að sjálfsögðu, en í Morgunblaðinu í dag er ítarlegra viðtal við hann um tengsl þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert