Segir hugmyndir Eyþórs galnar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/​Hari

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir hugmyndir frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík varðandi Keldnahverfi óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Í nýrri færslu á Facebook varar hann borgarbúa, sérstaklega í austurhluta borgarinnar, við hugmyndunum.

Í gær kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hugmyndir sínar á íbúafundi í Grafarvogi. Meðal annars sagði Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, að hann vildi færa stofnanir og atvinnutækifæri í Keldur ásamt byggð sem efla myndi sjálfstætt samfélag í Grafarvogi.

Dagur telur þetta hins vegar óraunsæja hugmynd þar sem uppbygging í þessu hverfi sé háð því borgarlínan verði að veruleika. Vísar Dagur meðal annars til viljayfirlýsingar ríkis og borgar um viðræður Keldna-landsins frá síðasta ári.

Eyþór Arnalds stóð fyrir íbúafundi í Grafarvog í kvöld.
Eyþór Arnalds stóð fyrir íbúafundi í Grafarvog í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur í færslu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert