Aþingi samþykkir fjármálastefnu til 2022

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. 

Fjármálastefnan, fyrir árin 2018-2022, var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 16. En 10 sátu hjá og 5 voru fjarverandi. 

Bjarni segir ánægjulegt að fá samþykki fyrir fjármálastefnunni fyrir páskahlé. „Við munum væntanlega hefja þingstörf eftir páska með umræðu um fjármálaáætlunina sem byggir þá á þessari stefnu,“ segir hann. 

Þá er hann ánægður með umræðuna. „Mér finnst umræðan um fjármálastefnuna, og reyndar fjármálaáætlunina líka, vera að dýpka og verða betri eftir því sem árin líða. Þessar breytingar sem gerðar voru á lögum um opinber fjármál eru að sanna sig.“

Síðasti þingfundur fyrir páska hefst á morgun klukkan 10:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert