Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Steinunn Eik að störfum með verkfræðingum og iðnaðarmönnum að útskýra …
Steinunn Eik að störfum með verkfræðingum og iðnaðarmönnum að útskýra teikningar í Vestur-Afríku.

Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Hún hefur unnið og búið í Ghana og segist vilja koma heim með góða og fjölbreytta reynslu í farteskinu.

„Í náminu sérmenntaði ég mig í endurnýtingu gamalla strúktúra og borgarhluta. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hönnun, byggingum og skipulagi, en aðallega hef ég áhuga á að vinna með fólki og upplifa hvernig góðar byggingar geta breytt lífi fólks, bókstaflega,“ segir Steinunn Eik í Morgunblaðinu í dag.
Í lok ársins 2013 fór Steinunn Eik út til Palestínu ásamt tveimur prófessorum og nokkrum samnemendum sínum, en þar vann hún lokaverkefni sitt í náminu. Verkefnið vann hún með samnemendum sínum í litlum bæ sem ber heitið Beit Iksa, en með byggingu fyrirhugaðs múrs munu íbúarnir þar hafa takmarkaðan aðgang að ræktarlandi sínu og vatnsbólum.

„Markmiðið með ferðinni okkar út var að vinna með bæjarbúum við að setja upp einfaldar vatnshreinsistöðvar þar sem vatn frá heimilum væri hreinsað og svo notað til vökvunar á ræktarlandi. Þetta tókst vel og náðum við að miðla þekkingu til fólks á svæðinu svo verkefnið yrði sjálfbært og þau gætu haldið áfram þessari vinnu.“

Sjá viðtal við Steinunni Eik í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert