Flak skipsins kemur upp úr sandi

Breyttur straumur hefur skolað sandinum ofan af kili og botnbitum …
Breyttur straumur hefur skolað sandinum ofan af kili og botnbitum Víkartinds. Eitt blað skrúfunnar stendur upp úr sjónum, ljósbrúnt að lit. Ljósmynd/Kristinn Bergsson

Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár.

„Það hefur stundum sést örlítið í hæstu járnin í gegnum árin en það hefur sést svona vel í tvo mánuði eða svo,“ segir Karl Rúnar Ólafsson, einn af eigendum Háfsfjöru, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nokkrir Sunnlendingar fengu þessi tíðindi úr Háfsfjöru og fóru þangað í skoðunarferð í fyrradag. Fannst þeim áhugavert að sjá það sem eftir er af þessu sögufræga flaki. Myndir sem þeir tóku sýna að töluvert járn úr botni skipsins og kili hefur orðið eftir þegar skipið var rifið og fjarlægt. Einnig skipsskrúfan því eitt blað hennar stendur upp úr sjónum á fjöru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert