Flutt með þyrlu eftir bílslys

Þyrlan lenti við Landsspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum í …
Þyrlan lenti við Landsspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun. Ljósmynd/Jóhann

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. 

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi fór lögregla og sjúkralið á staðinn. Konan, sem var með meðvitund og ekki í lífshættu, var flutt í Staðarskála þar sem þyrlan sótti konuna og flaug með hana til Reykjavíkur. Þyrlan lenti í Reykjavík um 10.30. 

Lögreglan segir að slysið hafi orðið skammt frá Litla-Bakka innst í Miðfirði. Konan var að aka yfir hæð þar sem var mikill snjór og hálka. Hún missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að það rann út af veginum og lenti á grjóti. Bifreiðin valt ekki en höggið var talsvert. 

Aðstæður voru einnig krefjandi fyrir lögreglu og sjúkralið sem hlúði að konunni á staðnum í fyrstu og síðan var tekin ákvörðun um að aka með hana að Staðarskála þangað sem þyrlan kom til að sækja hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert