Hjólastígar samræmdir

Hjólað og skokkað Veðurblíðan í höfuðborginni í gær gaf mönnum …
Hjólað og skokkað Veðurblíðan í höfuðborginni í gær gaf mönnum kærkomið tækifæri til útivistar. Sumir drógu fram hlaupaskóna, aðrir reiðhjólið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna.

Þörf er á samræmingu hjólastíga og þjónustu á þeim með vaxandi umferð reiðhjóla, segir Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Til viðbótar við aukna umferð hefðbundinna reiðhjóla er búist við mikilli aukningu með fjölgun rafmagnsreiðhjóla á næstu árum. Starfshópur sem SSH og Vegagerðin settu á fót hefur nú skilað tillögum að úrbótum. Liður í aðgerðunum er að bæta hjólreiðamenninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert